Þessi þeytingur er mjög bragðgóður og smakkast nánast eins og sælgæti. Hann er þó án sykurs og er tilvalinn í stað óhollra sætinda þegar löngunin í eitthvað sætt hellist yfir. Ekki skemmir fyrir að hann er stútfullur af næringu og er mjög seðjandi.
Uppskrift:
1/2 bolli möndlumjólk(venjuleg eða með vanillu)
1 frosinn banani
1/4 bolli hafrar
1 tsk chia fræ
1/2 tsk kanill
2 tsk vanilla extract duft
1 msk möndlusmjör
Blandið öllum hráefnunum saman í blandara á hæstu stillingu. Gott er að bæta klökum við í lokin.
Drekkið og njótið!
