Körfubolti

Stígur stórt skref fyrir kvenþjálfara þegar NBA byrjar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Becky Hammon og Tony Parker.
Becky Hammon og Tony Parker. Vísir/Getty
NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum og í einum leikjanna hefur meistaralið San Antonio Spurs titilvörn sína á móti Dallas Mavericks.

Gregg Popovich, þjálfar lið San Antonio Spurs að sjálfsögðu áfram en núna er hann með nýjan aðstoðarþjálfara í teymi sínu og sú endurskrifar söguna í kvöld.

Becky Hammon verður í kvöld fyrsta konan sem hefur NBA-tímabil sem fullgildur aðstoðarþjálfari. Popovich var það ánægður með hana að hann gaf henni tækifæri til að hjálpa Spurs reyna að verja NBA-titil í fyrsta sinn.

Becky Hammon er 37 ára gömul og lagði körfuboltaskóna á hilluna á dögunum eftir að hafa spilað í WNBA-deildinni frá 1999 til 2014. Hún var kosin ein af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar frá upphafi.

Hammon vakti líka heimsathygli þegar hún ákvað að spila með rússneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en hún komst ekki í bandaríska landsliðinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×