Einfaldur pastaréttur - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2014 20:00 Einfaldur pastaréttur * fyrir 6 til 8 450 g pastaskeljar 115 g parmaskinka 3 bollar pastasósa 250 g ferskur mozzarella-ostur, skorinn í litla bita 2 bolli rifinn ostur 1/2 bolli rifinn parmesan-ostur salt og pipar eftir smekk Hitið ofninn í 180°C. Leyfið söltuðu vatni að sjóða og eldið pastað. Sigtið vatnið frá þegar pastað er tilbúið. Setjið pastað aftur í pottinn. Á meðan pastað er að sjóða steikið skinkuna létt yfir miðlungshita þangað til hún er stökk og brúnuð. Leyfið henni að kólna og brytjið hana niður í litla bita. Blandið skinkunni, sósunni, mozzarella og einum og hálfum bolla af rifnum osti saman við pastað og kryddið með salti og pipar. Hellið í eldfast mót og setjið parmesan og það sem eftir er af rifna ostinum yfir. Bakið í þrjátíu mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði og góðu salati.Fengið hér. Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Einfaldur pastaréttur * fyrir 6 til 8 450 g pastaskeljar 115 g parmaskinka 3 bollar pastasósa 250 g ferskur mozzarella-ostur, skorinn í litla bita 2 bolli rifinn ostur 1/2 bolli rifinn parmesan-ostur salt og pipar eftir smekk Hitið ofninn í 180°C. Leyfið söltuðu vatni að sjóða og eldið pastað. Sigtið vatnið frá þegar pastað er tilbúið. Setjið pastað aftur í pottinn. Á meðan pastað er að sjóða steikið skinkuna létt yfir miðlungshita þangað til hún er stökk og brúnuð. Leyfið henni að kólna og brytjið hana niður í litla bita. Blandið skinkunni, sósunni, mozzarella og einum og hálfum bolla af rifnum osti saman við pastað og kryddið með salti og pipar. Hellið í eldfast mót og setjið parmesan og það sem eftir er af rifna ostinum yfir. Bakið í þrjátíu mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði og góðu salati.Fengið hér.
Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira