Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Fusion og einkaþjálfari World Class, gleður lesendur Lífsins í dag með því að bjóða upp á uppskrift af morgundrykk sem hún segir vera himneskan.
Hamingjubomba
Spínat
Engifer
Epli
Sítróna
Vatn
Kókosolía
„Ég slumpa á hve mikið þarf af hverju hráefni og smakka til. Öll hráefni eru síðan sett í blandara og blandað vel saman þangað til engir kekkir eru í drykknum. Njótið!“