Tólf löggur með byssu á veitingastað Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. október 2014 00:01 „Þegar ég sný mér við þá sé ég bara mann með byssu,“ segir Ágúst Georg Csillag, 22ja ára Hafnfirðingur þegar hann lýsir deginum sem hann var handtekinn, á veitingastað í Haslev í Danmörku, í september árið 2012. Hann hafði þá búið í Danmörku um tíma, móðir hans á Íslandi taldi hann vera þar við heiðarlega vinnu, en annað kom á daginn. Eftir handtökuna var Ágúst ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Í öðrum þætti Bresta, nýjum heimildaþætti fréttastofu Stöðvar 2, kynnumst við lífi Ágústar á Litla-Hrauni. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá sjö að morgni þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Og við spyrjum: Er afplánun á Hrauninu, betrun eða refsing?Lífið á Litla-Hrauni í 2. þætti Bresta, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006. Brestir Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Þegar ég sný mér við þá sé ég bara mann með byssu,“ segir Ágúst Georg Csillag, 22ja ára Hafnfirðingur þegar hann lýsir deginum sem hann var handtekinn, á veitingastað í Haslev í Danmörku, í september árið 2012. Hann hafði þá búið í Danmörku um tíma, móðir hans á Íslandi taldi hann vera þar við heiðarlega vinnu, en annað kom á daginn. Eftir handtökuna var Ágúst ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Í öðrum þætti Bresta, nýjum heimildaþætti fréttastofu Stöðvar 2, kynnumst við lífi Ágústar á Litla-Hrauni. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá sjö að morgni þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi. Og við spyrjum: Er afplánun á Hrauninu, betrun eða refsing?Lífið á Litla-Hrauni í 2. þætti Bresta, mánudagskvöldið 27. október kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.Leiðrétting 27. október: Í þessari frétt stóð upprunalega að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem sýnt væri frá Litla-Hrauni í sjónvarpi á þennan hátt. Bent hefur verið á að þetta er ekki rétt. Fréttaskýringaþátturinn Kompás fékk einnig að taka upp í fangelsinu árið 2006.
Brestir Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42
Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00