Útgerðarmenn á nálum yfir hugsanlegu viðskiptabanni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 11:04 Kolbeinn segir að útgerðarmenn, eins og allir aðrir sem stundi viðskipti, vilji ekki hafa öll eggin í sömu körfunni. Vísir / Stefán Titringur er meðal útvegsmanna vegna viðskiptaþvingana Rússa gagnvart evrópskum ríkjum. Þvinganirnar hafa ekki náð til Íslands en vaxandi ótti er innan stéttarinnar um að innflutningsbannið, sem gildir gagnvart flestum Evrópuríkjum, muni vera fært yfir Ísland á næstunni. Hafin er vinnan innan greinarinnar að finna nýja markaði ef til þess komi að Rússar loki dyrunum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði hagsmunaaðila í sjávarútvegi á fund í gær til þess að skýra út fyrir útgerðarmönnum hvernig staðan blasti við stjórnvöldum. „Utanríkisráðherra var að fara yfir það með mönnum hvernig þetta horfði við þeim og hvaða fréttir þeir hafa úr sendiráðunum og svoleiðis,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍU, um fundinn. Kolbeinn segir að engar kröfur eða tillögur hafi verið lagðar fram af hálfu LÍÚ á fundinum; samtökin skipti sér ekki af milliríkjadeilum. „Við erum ekki að skipta okkur af heimspólitíkinni,“ segir hann. Staðan sé þó með þeim hætti að aðilar í sjávarútvegi séu uggandi yfir stöðunni og áhrif hennar á viðskiptasambönd við mikilvægan markað. „Það skapar það að menn eru stressaðir og órólegir með sín viðskiptasambönd, bæði Rússlandsmegin og hérna megin,“ segir hann. Óöryggið hefur orðið þess valdandi að byrjað er að skoða hvaða aðrir markaðir eru mögulegir til að taka við af þeim rússneska, komi til viðskiptaþvingana. „Ef að þetta gerist þurfum við að geta farið með þetta eitthvað annað og eðlilega fara menn að skoða aðra möguleika,“ segir hann. „Að sjálfsögðu, eins og í öllum öðrum „business“, reyna menn að hafa eggin í fleiri en einni körfu.“ Alþingi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Titringur er meðal útvegsmanna vegna viðskiptaþvingana Rússa gagnvart evrópskum ríkjum. Þvinganirnar hafa ekki náð til Íslands en vaxandi ótti er innan stéttarinnar um að innflutningsbannið, sem gildir gagnvart flestum Evrópuríkjum, muni vera fært yfir Ísland á næstunni. Hafin er vinnan innan greinarinnar að finna nýja markaði ef til þess komi að Rússar loki dyrunum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði hagsmunaaðila í sjávarútvegi á fund í gær til þess að skýra út fyrir útgerðarmönnum hvernig staðan blasti við stjórnvöldum. „Utanríkisráðherra var að fara yfir það með mönnum hvernig þetta horfði við þeim og hvaða fréttir þeir hafa úr sendiráðunum og svoleiðis,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍU, um fundinn. Kolbeinn segir að engar kröfur eða tillögur hafi verið lagðar fram af hálfu LÍÚ á fundinum; samtökin skipti sér ekki af milliríkjadeilum. „Við erum ekki að skipta okkur af heimspólitíkinni,“ segir hann. Staðan sé þó með þeim hætti að aðilar í sjávarútvegi séu uggandi yfir stöðunni og áhrif hennar á viðskiptasambönd við mikilvægan markað. „Það skapar það að menn eru stressaðir og órólegir með sín viðskiptasambönd, bæði Rússlandsmegin og hérna megin,“ segir hann. Óöryggið hefur orðið þess valdandi að byrjað er að skoða hvaða aðrir markaðir eru mögulegir til að taka við af þeim rússneska, komi til viðskiptaþvingana. „Ef að þetta gerist þurfum við að geta farið með þetta eitthvað annað og eðlilega fara menn að skoða aðra möguleika,“ segir hann. „Að sjálfsögðu, eins og í öllum öðrum „business“, reyna menn að hafa eggin í fleiri en einni körfu.“
Alþingi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira