Facebook hugsanlegur áhrifavaldur á jólabókaútgáfuna Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2014 12:12 Egill Örn segir að hugsanlega sé markaði þeim sem byggir á forvitni um hagi annarra svalað eftir öðrum leiðum og því fækkar viðtalsbókunum. Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“ Jólafréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“
Jólafréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira