Redknapp: Það er ástæða fyrir því að Balotelli kostaði ekki meira Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:00 Mario Balotelli spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. vísir/getty Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30
Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15
Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16
Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23
Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36