Davis tryggði New Orleans sigur á San Antonio | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 10:47 Davis var öflugur gegn meisturum San Antonio Spurs í nótt. Vísir/AFP Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Anthony Davis skoraði sigurkörfu New Orleans Pelicans gegn meisturum San Antonio Spurs þegar 6,6 sekúndur voru eftir og tryggði Pelikönunum eins stigs sigur, 100-99. Davis skoraði alls 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Pelikanana. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig, en meistararnir hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í vetur. Brandon Knight tryggði Milwaukee Bucks eins stigs sigur, 93-92, á Memphis Grizzlies með því að skora þrjú síðustu stig leiksins. Milwaukee varð þar með fyrst liða til að vinna Memphis í vetur. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig, en Zaph Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig og 14 fráköst. Golden State Warriors eru enn taplausir eftir 98-87 sigur á Houston Rockets í Texas. Warriors eru búnir að vinna fyrstu fimm leiki sína en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem það gerist. Warriors voru lengi vel í vandræðum í nótt, töpuðu alls 26 boltum og voru átta stigum undir í leikhléi, en lærisveinar Steve Kerr byrjuðu seinni hálfleikinn á 22-4 spretti og litu ekki til baka eftir það. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State, auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Félagi Curry úr bandaríska landsliðinu, James Harden, var atkvæðamestur hjá Houston með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar, en miðherjinn Dwight Howard lék ekki með Texas-liðinu í nótt vegna veikinda. Þá vann Los Angeles Clippers fjögurra stiga sigur, 102-106, á Portland Trail Blazers í Staples Center. J.J. Redick átti stórgóðan leik í liði Clippers, en hann var sérstaklega öflugur í byrjun fjórða leikhluta þegar Clippers náði góðu forskoti. Redick skoraði alls 30 stig úr aðeins 13 skotum. Chris Paul var sömuleiðis góður með 22 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin skilaði 23 stigum og sex fráköstum. Damian Lillard stóð upp úr í liði Portland með 25 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Framherjinn LaMarcus Aldridge skilaði 21 stigi og 10 fráköstum.Úrslitin í nótt: Portland Trail Blazers 102-106 Los Angeles Clippers Washington Wizards 97-90 Indiana Pacers New York Knicks 96-103 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 92-102 Miami Heat Boston Celtics 106-101 Chicago Bulls Golden State Warriors 98-87 Houston Rockets Memphis Grizzlies 92-93 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 100-99 San Antonio SpursSigurkarfa Anthony Davis Stephen Curry fór á kostum gegn Houston Flottustu tilþrif næturinnar NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Anthony Davis skoraði sigurkörfu New Orleans Pelicans gegn meisturum San Antonio Spurs þegar 6,6 sekúndur voru eftir og tryggði Pelikönunum eins stigs sigur, 100-99. Davis skoraði alls 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Pelikanana. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig, en meistararnir hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í vetur. Brandon Knight tryggði Milwaukee Bucks eins stigs sigur, 93-92, á Memphis Grizzlies með því að skora þrjú síðustu stig leiksins. Milwaukee varð þar með fyrst liða til að vinna Memphis í vetur. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig, en Zaph Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig og 14 fráköst. Golden State Warriors eru enn taplausir eftir 98-87 sigur á Houston Rockets í Texas. Warriors eru búnir að vinna fyrstu fimm leiki sína en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem það gerist. Warriors voru lengi vel í vandræðum í nótt, töpuðu alls 26 boltum og voru átta stigum undir í leikhléi, en lærisveinar Steve Kerr byrjuðu seinni hálfleikinn á 22-4 spretti og litu ekki til baka eftir það. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State, auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Félagi Curry úr bandaríska landsliðinu, James Harden, var atkvæðamestur hjá Houston með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar, en miðherjinn Dwight Howard lék ekki með Texas-liðinu í nótt vegna veikinda. Þá vann Los Angeles Clippers fjögurra stiga sigur, 102-106, á Portland Trail Blazers í Staples Center. J.J. Redick átti stórgóðan leik í liði Clippers, en hann var sérstaklega öflugur í byrjun fjórða leikhluta þegar Clippers náði góðu forskoti. Redick skoraði alls 30 stig úr aðeins 13 skotum. Chris Paul var sömuleiðis góður með 22 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin skilaði 23 stigum og sex fráköstum. Damian Lillard stóð upp úr í liði Portland með 25 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Framherjinn LaMarcus Aldridge skilaði 21 stigi og 10 fráköstum.Úrslitin í nótt: Portland Trail Blazers 102-106 Los Angeles Clippers Washington Wizards 97-90 Indiana Pacers New York Knicks 96-103 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 92-102 Miami Heat Boston Celtics 106-101 Chicago Bulls Golden State Warriors 98-87 Houston Rockets Memphis Grizzlies 92-93 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 100-99 San Antonio SpursSigurkarfa Anthony Davis Stephen Curry fór á kostum gegn Houston Flottustu tilþrif næturinnar
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira