Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2014 17:36 "Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Vísir/GVA Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er allt annað en sáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hann hafi búið í nágrenni við flugvöllinn í áratugi og hafi alls ekki vondar tilfinningar í hans garð. „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa),“ segir Einar í opinni færslu á Fésbókinni. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagsvald yfir flugvellinum verði flutt frá borginni og til Alþingis. „Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar," segir í greinargerðinni með frumvarpinu.. „Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” Ráðherrar Framsóknarflokksins eru ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins. Þá telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Halldór Halldórsson, litlar líkur á að meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann sé þess utan ekki sammála frumvarpinu þó hann telji að hann eigi að vera um kyrrt í borginni. Einar minnir á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“Leiðrétt klukkan 19:57 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að ráðherra Framsóknar væru ekki stuðningsmenn frumvarpsins. Hið rétta er að þeir eru ekki á meðal flutningsmanna. Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 „Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er allt annað en sáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hann hafi búið í nágrenni við flugvöllinn í áratugi og hafi alls ekki vondar tilfinningar í hans garð. „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa),“ segir Einar í opinni færslu á Fésbókinni. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagsvald yfir flugvellinum verði flutt frá borginni og til Alþingis. „Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar," segir í greinargerðinni með frumvarpinu.. „Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” Ráðherrar Framsóknarflokksins eru ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins. Þá telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Halldór Halldórsson, litlar líkur á að meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann sé þess utan ekki sammála frumvarpinu þó hann telji að hann eigi að vera um kyrrt í borginni. Einar minnir á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“Leiðrétt klukkan 19:57 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að ráðherra Framsóknar væru ekki stuðningsmenn frumvarpsins. Hið rétta er að þeir eru ekki á meðal flutningsmanna.
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 „Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44
Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20
„Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46