Magnaður Mugison Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 11:20 vísir/haraldur/andri marinó Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira