Adolf Ingi í útvarpið á ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 17:41 „Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
„Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira