Kobe skoraði 44 stig en Lakers tapaði fjórða leiknum í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Kobe Bryant skorar og skorar en Lakers tapar og tapar. vísir/getty Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu: NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu:
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira