Golf bíll ársins hjá Motor Trend Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2014 13:49 Volkswagen Golf af sjöundu kynslóð. Volkswagen Golf var nýlega valinn ársins hjá bandaríska bílatímaritinu Motor Trend. Svo margar gerðir eru til af Volkswagen Golf að tímaritið tiltekur sérstaklega að Golf 1,8T, Golf TDI Clean Diesel, Golf EV og Golf GTI séu bílarnir sem hljóta þessi árlegu verðlaun nú. Af 23 bílgerðum sem komu til greina í vali Motor Trend komust 10 bílar í úrslit. Voru það, auk Golfsins, bílarnir Audi A3, BMW 2-línan, Ford Mustang, Honda Jazz, Hyundai Genesis, Kia Sedona, Lexus RC, Maserati Ghibli og Mercedes Benz C-Class. Dómnefndin rökstuddi val sitt með því að Golfinn uppfylli sérhverjar þarfir bíleigenda, hann sé troðinn af nýjustu tækni, eyði afar litlu (eða engu í tilfelli rafmagnsútgáfunnar) og fá megi af honum öfluga en sparneytna sportútgáfu. Bílarnir sem komust í úrslit fóru í gegnum miklar prófanir á vegum blaðsins og eftir það var sérhverjum bíl gefin einkunn fyrir fjöldamarga þætti. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent
Volkswagen Golf var nýlega valinn ársins hjá bandaríska bílatímaritinu Motor Trend. Svo margar gerðir eru til af Volkswagen Golf að tímaritið tiltekur sérstaklega að Golf 1,8T, Golf TDI Clean Diesel, Golf EV og Golf GTI séu bílarnir sem hljóta þessi árlegu verðlaun nú. Af 23 bílgerðum sem komu til greina í vali Motor Trend komust 10 bílar í úrslit. Voru það, auk Golfsins, bílarnir Audi A3, BMW 2-línan, Ford Mustang, Honda Jazz, Hyundai Genesis, Kia Sedona, Lexus RC, Maserati Ghibli og Mercedes Benz C-Class. Dómnefndin rökstuddi val sitt með því að Golfinn uppfylli sérhverjar þarfir bíleigenda, hann sé troðinn af nýjustu tækni, eyði afar litlu (eða engu í tilfelli rafmagnsútgáfunnar) og fá megi af honum öfluga en sparneytna sportútgáfu. Bílarnir sem komust í úrslit fóru í gegnum miklar prófanir á vegum blaðsins og eftir það var sérhverjum bíl gefin einkunn fyrir fjöldamarga þætti.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent