Tuttugu ár frá afsögn Guðmundar Árna Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2014 13:23 Tuttugu ár voru í gær liðin frá því að Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti um afsögn sína úr embætti félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni hélt þá blaðamannafund þar sem hann tilkynnti um afsögn sína í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tengslum við hið svokallaða Lekamál. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. Á blaðamannafundinum þann 11. nóvember 1994 fjallaði Guðmundur Árni um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um almenna stjórnsýslu félagsmálaráðuneytisins og að þar hafi Ríkisendurskoðun talið allt vera með felldu. Að því loknu kom hann að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um þau einstöku embættisverk hans sem helst höfðu verið gagnrýnd. Þar hafi ítarlega verið fjallað um aðdraganda starfsloka Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis í nóvember árið 1993, en hann hafði fengið greiddar þrjár milljónir króna vegna uppgjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum.Óvönduð, óeðlileg og einhliða umræða Guðmundur Árni sagði það ljóst að hin opinbera umræða hefði ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga óháð málavöxtum. „Ég geri mér ljóst að sú óvandaða og óeðlilega og einhliða umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu þar á, að stjórnsýsla mín hafi verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um.“ Hann sagði það ljóst að við slíkar aðstæður hafi og muni þau mikilvægu störf sem honum hefði verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. „Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina. Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,“ sagði Guðmundur Árni. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. „Ég horfi til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Árni.Skortur á hefðGunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir þetta líklega tengjast skorti á hefð. „Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Lekamálið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Tuttugu ár voru í gær liðin frá því að Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti um afsögn sína úr embætti félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni hélt þá blaðamannafund þar sem hann tilkynnti um afsögn sína í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tengslum við hið svokallaða Lekamál. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. Á blaðamannafundinum þann 11. nóvember 1994 fjallaði Guðmundur Árni um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um almenna stjórnsýslu félagsmálaráðuneytisins og að þar hafi Ríkisendurskoðun talið allt vera með felldu. Að því loknu kom hann að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um þau einstöku embættisverk hans sem helst höfðu verið gagnrýnd. Þar hafi ítarlega verið fjallað um aðdraganda starfsloka Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis í nóvember árið 1993, en hann hafði fengið greiddar þrjár milljónir króna vegna uppgjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum.Óvönduð, óeðlileg og einhliða umræða Guðmundur Árni sagði það ljóst að hin opinbera umræða hefði ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga óháð málavöxtum. „Ég geri mér ljóst að sú óvandaða og óeðlilega og einhliða umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu þar á, að stjórnsýsla mín hafi verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um.“ Hann sagði það ljóst að við slíkar aðstæður hafi og muni þau mikilvægu störf sem honum hefði verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. „Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina. Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,“ sagði Guðmundur Árni. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. „Ég horfi til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Árni.Skortur á hefðGunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir þetta líklega tengjast skorti á hefð. „Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“
Lekamálið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira