Einstök jólabjór til sölu í skemmtigarði Disney Bjarki Ármannsson skrifar 11. nóvember 2014 23:00 Doppelbock er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í Hollywood Studios. Doppelbock jólabjórinn frá Einstök er til sölu í skemmtigarðinum Disney’s Hollywood Studios í Flórída um þessi jól. Hann er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í skemmtigarðinum vinsæla, en kvikmyndarisinn endurnýjaði samning sinn við akureysku ölgerðina eftir góða reynslu síðustu jól. „Dreifiaðilinn okkar í Flórída nálgaðist Disney fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Þeim leist vel á og þeir völdu Einstök í fyrra sem eina jólabjórinn sinn í Hollywood Studios. Það verður aftur þannig í ár.“ Hollywood Studios er einn allra vinsælasti skemmtigarður veraldar og í fyrra heimsóttu hann rúmlega tíu milljónir manna. Guðjón segist ekki geta greint frá því hversu mikið var keypt af Doppelbock bjórnum í fyrra en ljóst er að salan í garðinum telur talsvert fyrir ölgerðina.White Ale er á krana í sýningarskála frænda okkar Norðmanna í Epcot-garðinum.Mynd/Einstök„Fyrir okkur er þetta talsvert og ekki síður það að Epcot tók inn Einstök White Ale á krana í norska vagninum, segir Guðjón og vísar til annars skemmtigarðs á vegum Disney þar sem sýningarskála frá hinum og þessum löndum er að finna. „Þar fara þrír, fjórir kútar á dag. Það munar um fyrir litla ölgerð að selja það.“ Einstök bjór hefur verið í mikilli sókn á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að hann kom fyrst á markað. Guðjón segir það magn bjórs sem ölgerðin flytur út árlega hafa tvöfaldast á hverju ári og í enn meiri aukningu stefni. Hann segir það ekki öruggt að Doppelbock jólabjórinn verði áfram á boðstólum í Hollywood Studios á næsta ári, það verði bara að koma í ljós. Jólafréttir Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Doppelbock jólabjórinn frá Einstök er til sölu í skemmtigarðinum Disney’s Hollywood Studios í Flórída um þessi jól. Hann er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í skemmtigarðinum vinsæla, en kvikmyndarisinn endurnýjaði samning sinn við akureysku ölgerðina eftir góða reynslu síðustu jól. „Dreifiaðilinn okkar í Flórída nálgaðist Disney fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Þeim leist vel á og þeir völdu Einstök í fyrra sem eina jólabjórinn sinn í Hollywood Studios. Það verður aftur þannig í ár.“ Hollywood Studios er einn allra vinsælasti skemmtigarður veraldar og í fyrra heimsóttu hann rúmlega tíu milljónir manna. Guðjón segist ekki geta greint frá því hversu mikið var keypt af Doppelbock bjórnum í fyrra en ljóst er að salan í garðinum telur talsvert fyrir ölgerðina.White Ale er á krana í sýningarskála frænda okkar Norðmanna í Epcot-garðinum.Mynd/Einstök„Fyrir okkur er þetta talsvert og ekki síður það að Epcot tók inn Einstök White Ale á krana í norska vagninum, segir Guðjón og vísar til annars skemmtigarðs á vegum Disney þar sem sýningarskála frá hinum og þessum löndum er að finna. „Þar fara þrír, fjórir kútar á dag. Það munar um fyrir litla ölgerð að selja það.“ Einstök bjór hefur verið í mikilli sókn á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að hann kom fyrst á markað. Guðjón segir það magn bjórs sem ölgerðin flytur út árlega hafa tvöfaldast á hverju ári og í enn meiri aukningu stefni. Hann segir það ekki öruggt að Doppelbock jólabjórinn verði áfram á boðstólum í Hollywood Studios á næsta ári, það verði bara að koma í ljós.
Jólafréttir Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira