Fótbolti

Ólafur Ingi veiktist í nótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Ingi er veikur. Treystum því að Dagur Sveinn, starfsmaður KSÍ, hugi vel að honum.
Ólafur Ingi er veikur. Treystum því að Dagur Sveinn, starfsmaður KSÍ, hugi vel að honum. Vísir/pjetur
Ólafur Ingi Skúlason gat ekki æft með íslenska landsliðinu hér í Brussel í dag þar sem hann veiktist í nótt.

„Ólafur er með smá magavandamál og var með uppköst í nótt,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi nú síðdegis. „En honum líður vel núna en við verðum að bíða og sjá til hvort hann hafi orku til að spila á morgun.“

Sölvi Geir Ottesen og Emil Hallfreðsson gátu ekki æft með íslenska landsliðinu í gær en báðum leið þó betur í dag.

„Emil leið vel eftir æfinguna í dag en Sölvi hefur af og til verið að glíma við eymsli í baki. Við verðum því að bíða og sjá til með stöðuna á honum á morgun.“

„Öllu jöfnu erum við ekki hrifnir af því að athuga hvort að leikmenn geti spilað á leikdegi en við gerum það í tilfelli Ólafs Inga og Sölva að þessu sinni.“

Eins og áður hefur komið fram verður Kári Árnason líklega ekki með á morgun þar sem hann er að glíma við támeiðsli. „Kári æfði þó í dag og leið vel,“ bætti Lagerbäck við.


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur

Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×