Ísland í rússneskum spennutrylli Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 16:30 Búið er að frumsýna stiklu úr rússneska vísindatryllinum Calculator. Myndin var tekin upp hér á landi í fyrrasumar, í grennd við Vík í Mýrdal. Unified Media Group framleiðir myndina en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið hér á landi. Meðal leikara í myndinni er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones. Fréttablaðið náði tali af Vinnie í fyrra. Bar hann Sagafilm góða söguna. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ sagði Vinnie og bætti við að hann nyti sín á tökustað. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætti Vinnie við. Post by Александра Крикунова. Bíó og sjónvarp Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Búið er að frumsýna stiklu úr rússneska vísindatryllinum Calculator. Myndin var tekin upp hér á landi í fyrrasumar, í grennd við Vík í Mýrdal. Unified Media Group framleiðir myndina en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið hér á landi. Meðal leikara í myndinni er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones. Fréttablaðið náði tali af Vinnie í fyrra. Bar hann Sagafilm góða söguna. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ sagði Vinnie og bætti við að hann nyti sín á tökustað. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætti Vinnie við. Post by Александра Крикунова.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira