Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ 24. nóvember 2014 21:16 „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni. Brestir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni.
Brestir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira