Fyrir skömmu síðan fékk Tanya tækifæri til að hanna sínar eigin vörur og var lína af vönduðum gervi-augnhárum í hennar nafni að koma á markað. Þekktustu bloggarar og vloggarar Bretlands söfnuðust því saman í lok október til að fagna þessum áfanga Tönyu á Sanderson hótelinu í miðbæ London. Líf og fjör var í veislunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndununum en þar bauðst gestum meðal annars að fá gerviaugnhár frá Tönyu og skemmta sér í photobooth sem var á staðnum.
Tanya hefur einnig vakið athygli fyrir að vera mágkona Pixiwoo systranna en þær skipa förðunarteymið sem stendur á bak við Real Techniques förðunarbustana. Tanya Burr og Jim Chapman, sem er yngri bróðir Sam og Nic Chapman, hafa verið saman frá árinu 2009 en Jim á það sameiginlegt með kærustu sinni að vera einnig sérstaklega vinsæll Youtube bloggari. Parið vekur athygli hvert sem það fer og að sjálfsögðu birtist Jim reglulega á myndum á blogginu hennar Tönyu.
Tanya opnaði Youtube síðuna sína árið 2009 og deildi með áhorfendum sínum kennslumyndböndum með förðun fræga fólksins. Hún er einstaklega áhrifamikil á samfélagsmiðlunum og áskrifendur að síðunni hennar á Youtube eru margir. Tanya er fastagestur á tískusýningum á tískuvikunni í London og er reglulega gestur á vinsælum kvikmyndafrumsýningum.
Það er því ekki óvitlaust að fylgjast með þessari flottu stelpu sem er ekki hrædd við að skapa sinn eigin stíl og að láta drauma sína rætast.

