Leitað að góðum heimilum fyrir bíóhunda Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 14:30 Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira