Fyrsti NBA-leikmaðurinn sem kom úr skápnum er hættur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2014 18:00 Vísir/Getty Jason Collins hefur ákveðið að segja skilið við NBA-deildina eftir langan feril. Hinn 35 ára miðherji vakti heimsathygli þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í maí í fyrra. Collins lék 22 leiki með Brooklyn Nets á síðasta tímabili og varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann hefur hins vegar verið án félags á núverandi tímabili og ákvað því að hætta eftir sextán ára feril. „Körfuboltinn bjargaði mér,“ skrifaði Collins í dálki sínum í Sports Illustrated þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta. „Ég þurfti að upplifa að vera opinberlega samkynhneigður körfuboltamaður síðustu ár ferils míns til að geta kvatt sáttur.“ Ruðningskappinn Michael Sam ákvað að koma úr skápnum í febrúar síðastliðnum en hann var þá á mála hjá háskólaliði. St. Louis Rams valdi hann í nýliðavali NFL-deildarinnar en Sam komst ekki í lokahóp liðsins fyrir tímabilið og er nú án félags. Sam óskaði Collins til hamingju með ákvörðun sína á Twitter-síðu sinni en sá síðarnefndi benti á að í dag væri enginn leikmaður sem spilar í ruðnings-, íshokkí- eða hafnaboltadeildunum sem hefði tilkynnt opinberlega að hann væri samkynhneigður. „Trúið mér - þeir eru til. Það eru samkynhneigðir leikmenn í hverri einustu atvinnumannaíþrótt. Ég þekki suma þeirra persónulega,“ skrifaði Collins og benti á að það væri enn langur vegur í að leikmaður gæti komið úr skápnum án þess að óttast viðbrögð liðsfélaganna og fjölmiðla. NBA Tengdar fréttir 100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30 Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22 Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45 Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Jason Collins hefur ákveðið að segja skilið við NBA-deildina eftir langan feril. Hinn 35 ára miðherji vakti heimsathygli þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í maí í fyrra. Collins lék 22 leiki með Brooklyn Nets á síðasta tímabili og varð þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann hefur hins vegar verið án félags á núverandi tímabili og ákvað því að hætta eftir sextán ára feril. „Körfuboltinn bjargaði mér,“ skrifaði Collins í dálki sínum í Sports Illustrated þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta. „Ég þurfti að upplifa að vera opinberlega samkynhneigður körfuboltamaður síðustu ár ferils míns til að geta kvatt sáttur.“ Ruðningskappinn Michael Sam ákvað að koma úr skápnum í febrúar síðastliðnum en hann var þá á mála hjá háskólaliði. St. Louis Rams valdi hann í nýliðavali NFL-deildarinnar en Sam komst ekki í lokahóp liðsins fyrir tímabilið og er nú án félags. Sam óskaði Collins til hamingju með ákvörðun sína á Twitter-síðu sinni en sá síðarnefndi benti á að í dag væri enginn leikmaður sem spilar í ruðnings-, íshokkí- eða hafnaboltadeildunum sem hefði tilkynnt opinberlega að hann væri samkynhneigður. „Trúið mér - þeir eru til. Það eru samkynhneigðir leikmenn í hverri einustu atvinnumannaíþrótt. Ég þekki suma þeirra persónulega,“ skrifaði Collins og benti á að það væri enn langur vegur í að leikmaður gæti komið úr skápnum án þess að óttast viðbrögð liðsfélaganna og fjölmiðla.
NBA Tengdar fréttir 100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30 Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22 Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45 Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
100 áhrifamestu í Time Magazine Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fleiri en í ár. 26. apríl 2014 10:30
Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. 11. maí 2014 09:22
Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. 27. febrúar 2014 22:45
Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. 24. febrúar 2014 18:00
Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. 24. febrúar 2014 09:00