Hvítur vinsælasti bílaliturinn í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 16:37 Hvítur er tískuliturinn í ár. PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á. Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent