Körfubolti

Kóngurinn spilar fyrir kóngafólkið

LeBron vonast eftir því að hitta Vilhjálm og Kötu i kvöld.
LeBron vonast eftir því að hitta Vilhjálm og Kötu i kvöld. vísir/getty
LeBron James kallar sjálfan sig kónginn og hann fær að spila fyrir sjálfan Vilhjálm Bretaprins í kvöld og eiginkonu hans, Kate Middleton.

Þau ætla nefnilega að skella sér á leik Brooklyn og Cleveland í NBA-deildinni nótt.

„Þetta er mikill heiður að heyra að þau séu að koma til þess að horfa á mig," sagði LeBron í gær en þá skellti hann sér sjálfur leik hjá NY Knicks.

Það er svo sem engin nýlunda að heimsþekkt fólki mæti á völlinn til þess að sjá LeBron leika listir sínar en það hefur meðal annars sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama, gert.

„Það var mjög stórt og sérstakt er hann mætti. Rétt eins og þegar kóngafólkið kemur til landsins og gefur það út að eitt af því sem þau vilji gera er að sjá mig spila körfubolta. Það er stórmál á mínu heimili."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×