Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Heimir Már Pétursson, Jón Hákon Halldórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. desember 2014 14:22 Ólöf er hér á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag. Vísir/GVA Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum ríkisráðsfundi í dag þar sem hún tók við embætti innanríkisráðherra. Aðspurð hvort hún hafi þurft að hugsa sig um segir Ólöf svo hafa verið. „Já, ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði.“Hvað réð mestu um að þú ákvaðst að taka þetta að þér? „Það var sambland af nokkrum hlutum. Ég hugsaði auðvitað um fjölskylduna og mína persónulegu hagi og það verkefni sem framundan er. Sannleikurinn er auðvitað bara sá að þegar maður er beðinn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þetta er þá fannst mér ég alls ekki getað skorast undan því að gera það.“Sjá einnig: Ragnheiður varð fyrir vonbrigðumNú hefur þú verið að glíma við veikindi. Ertu nógu stálslegin til þess að taka þetta að þér? „Já, ég hefði aldrei nokkurn tímann látið mér detta í hug að taka þetta að mér ef ég treysti mér ekki til þess. Þetta er starf af þeim toga að maður verður að gefa sig allan í það og það mun ég gera.“ Ólöf vill ekki segja til um hvort það verði breytingar með komu hennar í innanríkisráðuneytið. Hún segist nú þurfa að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og átta sig á þeim verkefnum sem þar eru framundan.Hvað finnst þér svona mest spennandi við að fara í þetta ráðuneyti? „Það er svo ótal margt. Það eru auðvitað dómsmálin sem hafa nú lengi átt hug minn. Samgöngumálin, ég steig nú mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í samgönguráðuneytinu þannig að ég þekki ýmislegt þar líka. Sveitarstjórnarmálin, og það er í rauninni hvert einasta verkefni í ráðuneytinu er mikilvægt.“ Þá segist Ólöf jafnframt líta svo á að að sé eðlilegt skref að sameina dómsmálaráðuneytið aftur innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt sameiningu á sínum tíma. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum ríkisráðsfundi í dag þar sem hún tók við embætti innanríkisráðherra. Aðspurð hvort hún hafi þurft að hugsa sig um segir Ólöf svo hafa verið. „Já, ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði.“Hvað réð mestu um að þú ákvaðst að taka þetta að þér? „Það var sambland af nokkrum hlutum. Ég hugsaði auðvitað um fjölskylduna og mína persónulegu hagi og það verkefni sem framundan er. Sannleikurinn er auðvitað bara sá að þegar maður er beðinn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þetta er þá fannst mér ég alls ekki getað skorast undan því að gera það.“Sjá einnig: Ragnheiður varð fyrir vonbrigðumNú hefur þú verið að glíma við veikindi. Ertu nógu stálslegin til þess að taka þetta að þér? „Já, ég hefði aldrei nokkurn tímann látið mér detta í hug að taka þetta að mér ef ég treysti mér ekki til þess. Þetta er starf af þeim toga að maður verður að gefa sig allan í það og það mun ég gera.“ Ólöf vill ekki segja til um hvort það verði breytingar með komu hennar í innanríkisráðuneytið. Hún segist nú þurfa að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og átta sig á þeim verkefnum sem þar eru framundan.Hvað finnst þér svona mest spennandi við að fara í þetta ráðuneyti? „Það er svo ótal margt. Það eru auðvitað dómsmálin sem hafa nú lengi átt hug minn. Samgöngumálin, ég steig nú mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í samgönguráðuneytinu þannig að ég þekki ýmislegt þar líka. Sveitarstjórnarmálin, og það er í rauninni hvert einasta verkefni í ráðuneytinu er mikilvægt.“ Þá segist Ólöf jafnframt líta svo á að að sé eðlilegt skref að sameina dómsmálaráðuneytið aftur innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt sameiningu á sínum tíma.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25
„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22
Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01
Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28