Bíó og sjónvarp

Nýja Bond-myndin heitir Spectre

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
24. James Bond-myndin, sem frumsýnd verður í október á næsta ári, heitir Spectre. Leikstjórinn Sam Mendes tilkynnti þetta nú fyrir stundu.

Margir aðdáendur breska njósnarans eru hæstánægðir með nafnið enda vísar það í hryðjuverkasamtök sem Ernst Stavro Blofeld stjórnaði í gömlu Bond-myndunum. Spectre kom fyrst fyrir í skáldsögunni Thunderball sem kom út árið 1961 og í kvikmyndinni Dr. No ári síðar.

Daniel Craig leikur James Bond í Spectre og fyrr á árinu var tilkynnt að franska leikkonan Léa Seydoux yrði Bond-stúlkan. Leikarinn Christoph Waltz fær einnig hlutverk í myndinni. Þá var það tilkynnt fyrir stundu að Monica Bellucci, David Bautista og Andrew Scott leiki einnig í Spectre.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×