Loksins vann Philadelphia leik | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2014 07:00 Til hamingju, strákar. Vísir/AP Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið hafði betur gegn Minnesota Timberwolves á útivelli, 85-77. Liðið hafði tapað fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu en aðeins eitt lið hefur byrjað verr í sögu deildarinnar. Það var New Jersey Nets árið 2009 er liðið tapaði fyrstu átján leikjunum sínum það tímabilið. Sigurinn var þó allt annað en fallegur. Skotnýting liðsins var einungis 39 prósent og tapaðir boltar voru alls nítján. Philadelphia skoraði þá aðeins níu stig í öðrum leikhluta. En Minnesota tapaði boltanum jafnoft og var með enn verri skotnýtingu en Philadelphia sem tókst að landa sigrinum og var því vel fagnað í leikslok. Michael-Carter Williams var stigahæstur með 20 stig en hann var með níu fráköst og níu stoðsendingar þar að auki. Gorgui Dieng skoraði fimmtán stig fyrir Minnesota og tók sextán fráköst.Boston vann Detroit, 109-102, í framlengdum leik þar sem Jeff Green skoraði 32 stig, þar af átta í röð í framlengingunni. Boston hafði tapað síðustu fimm leikjum á undan og var því sigurinn kærkominn. Þetta var hins vegar tíunda tap Detroit í röð.Brooklyn vann San Antonio, 95-93, einnig í framlengdum leik. Kevin Garnett var ekki með Nets en Mirza Teletovic skora-ði 26 stig og tók fimmtán fráköst í fjarveru hans. Brooklyn missti niður fjórtán stiga forystu á síðustu fimm mínútum venjulegs leiktíma en náði undirtökunum að nýju í framlengingunni. Danny Green skoraði 20 stig fyrir San Antonio og tók tíu fráköst þar að auki.Houston vann Memphis, 105-96, þrátt fyrir að hafa verið án þriggja byrjunarliðsmanna. James Harden skoraði 21 stig fyrir liðið og þeir Trevor Ariza og Jason Terry sextán hvor. Memphis hafði unnið fimm leiki í röð og skoraði fyrstu átta stigin í leiknum en þá tóku heimamenn yfir. Þeir létu forystuna ekki af hendi eftir fyrsta leikhluta.Úrslit næturinnar: Charlotte - Chicago 95-102 Washington - LA Lakers 111-95 Boston - Detroit 109-102 Brooklyn - San Antonio 95-93 Miami - Atlanta 102-112 Houston - Memphis 105-96 Milwaukee - Dallas 105-107 Minnesota - Philadelphia 77-85 Utah - Toronto 104-123 LA Clippers - Orlando 114-86 NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið hafði betur gegn Minnesota Timberwolves á útivelli, 85-77. Liðið hafði tapað fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu en aðeins eitt lið hefur byrjað verr í sögu deildarinnar. Það var New Jersey Nets árið 2009 er liðið tapaði fyrstu átján leikjunum sínum það tímabilið. Sigurinn var þó allt annað en fallegur. Skotnýting liðsins var einungis 39 prósent og tapaðir boltar voru alls nítján. Philadelphia skoraði þá aðeins níu stig í öðrum leikhluta. En Minnesota tapaði boltanum jafnoft og var með enn verri skotnýtingu en Philadelphia sem tókst að landa sigrinum og var því vel fagnað í leikslok. Michael-Carter Williams var stigahæstur með 20 stig en hann var með níu fráköst og níu stoðsendingar þar að auki. Gorgui Dieng skoraði fimmtán stig fyrir Minnesota og tók sextán fráköst.Boston vann Detroit, 109-102, í framlengdum leik þar sem Jeff Green skoraði 32 stig, þar af átta í röð í framlengingunni. Boston hafði tapað síðustu fimm leikjum á undan og var því sigurinn kærkominn. Þetta var hins vegar tíunda tap Detroit í röð.Brooklyn vann San Antonio, 95-93, einnig í framlengdum leik. Kevin Garnett var ekki með Nets en Mirza Teletovic skora-ði 26 stig og tók fimmtán fráköst í fjarveru hans. Brooklyn missti niður fjórtán stiga forystu á síðustu fimm mínútum venjulegs leiktíma en náði undirtökunum að nýju í framlengingunni. Danny Green skoraði 20 stig fyrir San Antonio og tók tíu fráköst þar að auki.Houston vann Memphis, 105-96, þrátt fyrir að hafa verið án þriggja byrjunarliðsmanna. James Harden skoraði 21 stig fyrir liðið og þeir Trevor Ariza og Jason Terry sextán hvor. Memphis hafði unnið fimm leiki í röð og skoraði fyrstu átta stigin í leiknum en þá tóku heimamenn yfir. Þeir létu forystuna ekki af hendi eftir fyrsta leikhluta.Úrslit næturinnar: Charlotte - Chicago 95-102 Washington - LA Lakers 111-95 Boston - Detroit 109-102 Brooklyn - San Antonio 95-93 Miami - Atlanta 102-112 Houston - Memphis 105-96 Milwaukee - Dallas 105-107 Minnesota - Philadelphia 77-85 Utah - Toronto 104-123 LA Clippers - Orlando 114-86
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira