Innlent

Einar vill ekkert segja

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Einar hefur verið talinn líklegastur til að fá embætti.
Einar hefur verið talinn líklegastur til að fá embætti. Vísir/GVA
„Þetta skýrist bara á morgun,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, aðspurður hvort hann muni taka við ráðherraembætti í fyrramálið. Hann vill ekkert gefa upp um nýja ráðherrann. Einar hefur verið nefndur sem líklegasti kandídatinn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins til að taka við ráðherrastóli.

Hanna Birna segir af sér formlega á morgun.vísir/Valli
Nýr ráðherra verður kynntur til leiks á ríkisráðsfundi á morgun en stóll innanríkisráðherra er laus eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir tilkynnti um afsögn sína. Hún mun formlega segja af sér á Bessastöðum á fundinum. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þingmönnum sjálfstæðisflokks ekki verið gert kunnugt um hver taki við embættinu. Það verði gert á morgun á þingflokksfundi sem fer fram í fyrramálið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×