Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöllum meðal annarrs, en minniháttar skemmdir urðu á búnaði þar í óveðrinu. Hann segist bjartsýnn en veðurspá bendi til að ekki verði hægt að opna svæðið fyrr en um miðja næstu viku.
Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að það hafi verið rólegt í athvarfinu á aðfangadagskvöld. Mikil aðsókn hafi þó verið í viðtalstíma í desember.
Grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdarverk á sæstreng milli Finnlands og Eistlands í gær.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.