
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis
Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um rífleg kjör fyrrverandi formanns Sameykis sem samdi um það að fá laun í tvö og hálft ár eftir að hann hætti sem formaður.

Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum og heyrum í formanni samtaka smærri útgerða.

Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum
Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum.

Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi
Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaga en þar fer skjálftavirknin hratt vaxandi.

Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni
Guðmundur Ingi Kristinsson er sagður taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi klukkan 15:15. Farið verður yfir stöðuna með stjórnmálafræðingi í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði
Sjö voru handteknir vegna átaka við Ingólfstorg í gærkvöldi. Tveir særðust en báðir eru á batavegi. Tvö önnur mál, er varða slagsmál, gætu tengst árásinni að sögn aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli
Í hádegisfréttum fjöllum við um tíðindi gærkvöldsins þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir félags- og barnamálaráðherra sagði óvænt af sér.

Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ástandið í Úkraínu en Elín Margét fréttakona okkar hefur verið þar undanfarna daga.

Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu
Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Úkraínu og heyrum í fréttakonu okkar sem stödd er í höfuðborginni Kænugarði.

Breyta stuðningi við Grindvíkinga
Í hádegisfréttum okkar verður fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að breyta fyrirkomulaginu á stuðningi við Grindvíkinga.

Beðið eftir gosi
Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er.

Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda
Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna
Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti
Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða.

Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um rannsókn lögreglunnar á andláti manns frá Ölfusi sem átt sér stað í vikunni.

Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi
Í hádegisfréttum verður fjallað um manndrápsmálið óhugnanlega sem kom upp í gær.

Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk
Í hádegisfréttum fjöllum við um þingkosningarnar á Grænlandi sem fram fara í dag. Íslensk-grænlensk kona segir að íbúar í Nuuk geti vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum sem séu út um allt.

Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn
Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin.

Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn
Laun formanns sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki hækkað um 170 prósent á tveimur árum, líkt og kom fram í fjölmiðlum í gær, heldur hækkuðu þau einungis um tæp fimmtíu prósent. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en sambandið sendi frá sér rangar upplýsingar um launin í síðustu viku.

Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga
Í hádegisfréttum verður fjallað um alvarlegt umferðarslys á Hrunavegi við Flúðir í morgun. Útkall barst vegna slyssins rétt eftir klukkan níu í morgun en rannsókn stendur enn yfir á vettvangi.

Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa
Í hádegisfréttum verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en í morgun sat hún fjarfund með æðstu embættismönnum ESB um ástand heimsmálanna.

Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd
Í hádegisfréttum verður rætt við dómsmálaráðherra um hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar.

Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn
Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður meðal annars fjallað áfram um hagfræðingartillögurnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í gær.

Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair
Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun Icelandair að hætta flugi til Ísafjarðar eftir sumarið 2026.

Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart
Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem gekk yfir landið í gær og framan af morgni.

Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum
Kosningum um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins er lokið en mun fljótt liggja fyrir hver mun gegna embættinu. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast um embættið.

Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru
Stjórnmálafræðingur segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa stutt málstað Rússlandsforseta með framkomu sinni og yfirlýsingum á hitafundi í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir viðbrögðin vegna uppákomunnar í Hvíta húsinu milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu og ræðum við sérfræðing sem segir að svo virðist sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni
Í hádegifréttum fjöllum við meðal annars um nýgerða kjarasamninga kennara en verkalýðsforkólfar hafa margir hverjir undrast þær hækkanir sem kennarar náðu í gegn umfram það sem aðrir hópar hafa fengið.

Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu
Í hádegisfréttum fáum við viðbrögð frá ASÍ og sveitarfélögunum við nýgerðum kjarasamningi kennara.

Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi
Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða.