Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 14:01 Michael Lynton, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Sony, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira