Uppgreiðsluvandinn enn myllusteinn um háls Íbúðalánasjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2014 21:30 Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans. Klinkið Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans.
Klinkið Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira