Sumum gengur afar illa við að pakka inn jólagjöfum svo vel fari og finnst þeir jafnvel vera með tíu þumalputta. Ekki bætir úr skák þegar pakkarnir eru óreglulegri en bækur í laginu og er pakkanum þá oft vöðlað saman.
Í myndbandinu hér fyrir neðan er fólki kenndar einfaldar lausnir við þessu vandamáli og eftir áhorfið ættu flestir að geta pakkað inn af mikilli kostgæfni.
Fyrir þá sem ekki ná tökum á innpökkuninni er ágætt að minna á að þegar upp er staðið er það innihaldið, jú og hugurinn, sem skiptir máli.