Hagkerfið að staðnæmast: Af hverju er það áhyggjuefni? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. desember 2014 10:41 Verðstöðnun eða hjöðnun getur þýtt aukið atvinnuleysi og fest hagkerfið í vítahring. Vísir/Daníel Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“ Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“
Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07