Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2014 12:42 Klippan til vinstri er úr dreifibréfi sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla. Vísir/Ernir Kirkjuheimsókn nemenda í Langholtsskóla í næstu viku brýtur í bága við samskiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög þar sem flytja áhugvekju. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundasviðs og að kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni.Í dreifiriti sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla segir að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur.Vísir/AntonLíf Magneudóttur, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, vakti í vikunni athygli á því á facebooksíðu sinni að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fari í næstu viku í heimsókn í Langholtskirkju. Líf er bæði formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundasviðs. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá telur hún heimsóknina brjóta í bága við samkiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög sem samþykktar voru árið 2012. Líf bendir á dreifirit, sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla, þar sem fram kemur að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur. Líf telur það vera brot á samskiptareglunum þar sem trúboð á skólatíma er ekki leyfilegt.Grunnskólabörnin eru á leið í Langholtskirkju í næstu viku.Vísir/TeiturAðspurð um það hvað skólastjórnendur þurfi að hafa í huga í heimsóknum með nemendur í kirkjur segir Líf: „Það er auðvitað það að þetta sé liður í fræðslu eins og stendur í þessum samskiptareglum og að það sé undir handleiðslu kennara alltaf og það þetta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Þannig að svona ferðir um hver einustu jól í tíu ára grunnskólagöngu barna ég set alveg spurningarmerki við það. Það er í sjálfu sér að því ekkert að því að heimsækja trúfélög í kringum hátíðir þeirra eða helgisiði en það þarf að vera mjög skýrt að það sé liður í fræðslu.“ Líf segir skóla- og frístundasviði hafa borist bæði kvartanir og ábendingar frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni fyrir jólin. „ Það er líka þannig að það er vont, af því grunnskólinn á að vera hlutlaus stofnun og hún á að vera fyrir öll börn af því öll börn eru skyldug til þess að ganga í grunnskóla í tíu ár, það er vont að taka börn út fyrir og skilja eftir og þá velti ég fyrir mér er þá ekki best að gera eitthvað sem að allir geta tekið þátt í þannig að þú ert ekki að stía hópnum í sundur,“ segir Líf Magneudóttir. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Kirkjuheimsókn nemenda í Langholtsskóla í næstu viku brýtur í bága við samskiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög þar sem flytja áhugvekju. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundasviðs og að kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni.Í dreifiriti sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla segir að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur.Vísir/AntonLíf Magneudóttur, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, vakti í vikunni athygli á því á facebooksíðu sinni að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fari í næstu viku í heimsókn í Langholtskirkju. Líf er bæði formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundasviðs. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá telur hún heimsóknina brjóta í bága við samkiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög sem samþykktar voru árið 2012. Líf bendir á dreifirit, sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla, þar sem fram kemur að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur. Líf telur það vera brot á samskiptareglunum þar sem trúboð á skólatíma er ekki leyfilegt.Grunnskólabörnin eru á leið í Langholtskirkju í næstu viku.Vísir/TeiturAðspurð um það hvað skólastjórnendur þurfi að hafa í huga í heimsóknum með nemendur í kirkjur segir Líf: „Það er auðvitað það að þetta sé liður í fræðslu eins og stendur í þessum samskiptareglum og að það sé undir handleiðslu kennara alltaf og það þetta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Þannig að svona ferðir um hver einustu jól í tíu ára grunnskólagöngu barna ég set alveg spurningarmerki við það. Það er í sjálfu sér að því ekkert að því að heimsækja trúfélög í kringum hátíðir þeirra eða helgisiði en það þarf að vera mjög skýrt að það sé liður í fræðslu.“ Líf segir skóla- og frístundasviði hafa borist bæði kvartanir og ábendingar frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni fyrir jólin. „ Það er líka þannig að það er vont, af því grunnskólinn á að vera hlutlaus stofnun og hún á að vera fyrir öll börn af því öll börn eru skyldug til þess að ganga í grunnskóla í tíu ár, það er vont að taka börn út fyrir og skilja eftir og þá velti ég fyrir mér er þá ekki best að gera eitthvað sem að allir geta tekið þátt í þannig að þú ert ekki að stía hópnum í sundur,“ segir Líf Magneudóttir.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira