Hlaup hafið úr Grímsvötnum Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 14:19 Grímsvötn úr lofti árið 2021. Vísir/Rax Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira