Jólalestin á ferðinni í 19. sinn 12. desember 2014 17:00 Jólaskreyttir Coca-Cola trukkar Vífilfells halda á morgun, laugardag, í sína árlegu ferð um höfuðborgarsvæðið.Jólalestin heldur af stað frá Stuðlahálsi kl. 16 og mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins en hápunktinum er náð um kl. 17 þegar hersingin ekur niður Laugaveginn. Áætlað er að um 15.000 manns fylgist með lestinni ár hvert og búist er við svipuðum fjölda í ár þegar lestin fer í sína nítjándu ferð.Tveir kílómetrar af ljósaseríum Jólalestin samanstendur af fimm stórum flutningabílum sem skreyttir eru með rúmlega tveimur kílómetrum af ljósaseríum. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana. Jólalestin spilar þekkt jólalög á ferð sinni um borgina og til þess að lögin fái örugglega að njóta sín er notað sama hljóðkerfi og á stórtónleikum í Laugardalshöll. Jólalestin fær lögreglufylgd og björgunarsveitarmenn munu ganga meðfram henni við stærstu verslunarkjarna og á Laugaveginum , til að draga úr slysahættu.Gleðja börnin Jólalestin mun hvergi stoppa nema stuttlega í Spönginni í Grafarvogi um kl. 16:30 og við Smáralind upp úr kl. 18. Þá verður Jólalestin stöðvuð við Barnaspítala Hringsins þar sem jólasveinninn mun líta inn til barnanna og færa þeim gjafir. Nánari leiðarlýsingu Jólalestarinnar er að finna á coke.is en þar er hægt að fylgjast með á korti hvar lestin er stödd hverju sinni, auk þess sem hægt er að horfa á beina útsendingu frá för hennar um bæinn. Fólk getur smellt myndum af jólalestinni og merkt þær #jolalestin. Þeir sem taka skemmtilegustu myndirnar fá verðlaun. Jólafréttir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Jólaskreyttir Coca-Cola trukkar Vífilfells halda á morgun, laugardag, í sína árlegu ferð um höfuðborgarsvæðið.Jólalestin heldur af stað frá Stuðlahálsi kl. 16 og mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins en hápunktinum er náð um kl. 17 þegar hersingin ekur niður Laugaveginn. Áætlað er að um 15.000 manns fylgist með lestinni ár hvert og búist er við svipuðum fjölda í ár þegar lestin fer í sína nítjándu ferð.Tveir kílómetrar af ljósaseríum Jólalestin samanstendur af fimm stórum flutningabílum sem skreyttir eru með rúmlega tveimur kílómetrum af ljósaseríum. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana. Jólalestin spilar þekkt jólalög á ferð sinni um borgina og til þess að lögin fái örugglega að njóta sín er notað sama hljóðkerfi og á stórtónleikum í Laugardalshöll. Jólalestin fær lögreglufylgd og björgunarsveitarmenn munu ganga meðfram henni við stærstu verslunarkjarna og á Laugaveginum , til að draga úr slysahættu.Gleðja börnin Jólalestin mun hvergi stoppa nema stuttlega í Spönginni í Grafarvogi um kl. 16:30 og við Smáralind upp úr kl. 18. Þá verður Jólalestin stöðvuð við Barnaspítala Hringsins þar sem jólasveinninn mun líta inn til barnanna og færa þeim gjafir. Nánari leiðarlýsingu Jólalestarinnar er að finna á coke.is en þar er hægt að fylgjast með á korti hvar lestin er stödd hverju sinni, auk þess sem hægt er að horfa á beina útsendingu frá för hennar um bæinn. Fólk getur smellt myndum af jólalestinni og merkt þær #jolalestin. Þeir sem taka skemmtilegustu myndirnar fá verðlaun.
Jólafréttir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira