Sex rétta jólaævintýri fyrir 4900 krónur 11. desember 2014 09:57 Ylfa Helgadóttir meistarakokkur er eigandi veitingahússins Kopar sem er staðsettur í gömlu verbúðunum við höfnina. Mynd/Stefán Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Sjá meira
Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Sjá meira