Strandlengjan farin og fornminjar með Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2014 07:00 Myndirnar sýna hvernig gengið var frá eftir að vinnu lauk 2013 og hvernig hóllinn leit út eftir illviðrið. Allur neðri hluti hólsins upp í um meters hæð hefur brotnað af vegna ágangs sjávar, þ.á.m. sandpokar sem settir höfðu verið til varnar. Annað rof hefur einnig aukist. Mynd/ÞórMagnússon „Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15.öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Hugsað sem björgunarrannsókn verminjaMynd/Fornleifastofnun• Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274. • Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld. • Búseta til miðrar 20. aldar. • Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á milli 1984 og 2013. • Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn verminja.Þegar hafa fundist • Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf beinnálar og fleira smálegt. Fornminjar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15.öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Hugsað sem björgunarrannsókn verminjaMynd/Fornleifastofnun• Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274. • Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld. • Búseta til miðrar 20. aldar. • Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á milli 1984 og 2013. • Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn verminja.Þegar hafa fundist • Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf beinnálar og fleira smálegt.
Fornminjar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira