Skreytir til að gleðja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2014 20:45 „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna. vísir/pjetur Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is
Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira