Siggi hakkari í tveggja ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 12:15 Siggi hakkari unir dómnum að sögn lögmanns hans. Vísir/GVA Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Stærsti hluti ákærunnar sneri að fjársvikum en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Click here for an English version Sigurður játaði sök í átján ákæruliðum við fyrirtöku málsins á dögunum en undirliðir í ákærunum skipta tugum. Hann hafði áður neitað sök við þingfestingu málsins en skipti svo um skoðun. Brot Sigurðar voru talin nema rúmlega 30 milljónum króna en ákæran sneri að fjársvium, fjárdrætti og þjófnaði. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í morgun en lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að umbjóðandi hans uni dómnum. Það sé sömuleiðis hans skilningur að ríkissaksóknari uni dómnum. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ríkissaksóknari rannsakar kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn gegn ellefu brotaþolum þar sem Sigurður hefur stöðu sakbornings. Ætluð brot voru framin á árunum 2010 til loka árs 2013. Var Sigurður úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknarinnar. Sigurður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í febrúar síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Tældi Sigurður drenginn til kynferðismaka. Afplánun Sigurðar lauk þann 2. nóvember og síðan hefur Sigurður setið í gæsluvarðhaldi. Nú hefur hann hins vegar afplánun í kjölfar dómsins sem féll í dag. Sakhæfur en siðblindur Í greinagerðinni sem fylgdi gæsluvarðhaldsbeiðninni kom fram að nokkur hinna ætluðu kynferðisbrota sem ríkissaksóknari hafi til rannsóknar hafi verið framin eftir að Sigurður var ákærður fyrir kynferðisbrot, þ.e. þann dóm sem hann nýlega afplánaði. Það bendi til einbeitts brotavilja að mati lögreglu. Það var mat geðlæknis að Sigurður væri sakhæfur en siðblindur. Hann uppfylli örugglega skilmerki fyrir persónuleikaröskun af andfélagslegri gerð. Hann þekki mun á réttu og röngu en missi sig verði hann fyrir vonbrigðum. Vandi hans felist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu þarfa. Þá iðrist hann ekki gerða sinna og geti ekki sýnt merki djúprar sektarkenndar. Kærði sé með persónuleikaveilu. Aðstoðaði Assange Sigurður byrjaði að hakka tölvur í kringum tólf ára aldur og starfaði síðar með Julian Assange og félögum í Wikileaks. Samvinna þeirra Assange lauk þó ekki á góðu nótunum þar sem Assange sakaði hann um að hafa dregið að sér styrktarfé, á sjöundu milljón króna, sem átti að renna til samtakanna. Var hann meðal annars dæmdur á þeim grundvelli í morgun. Mál Sigga hakkara Dómsmál Tengdar fréttir Siggi hakkari í gæsluvarðhald: Grunaður um ellefu kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Hann er grunaður um ellefu kynferðisbrot og stórfelld auðgunarbrot. 5. nóvember 2014 16:47 Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Siggi hakkari játar brot sín Brot Sigurðar Inga Þórðarsonar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað. 26. nóvember 2014 20:45 Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í ítarlegu viðtali sem birtist í danska miðlinum Politiken. 16. júlí 2014 17:01 Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. 11. júní 2014 12:10 Sakaður um að hafa svikið út skyndibita fyrir 350 þúsund Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari er sakaður um að hafa svikið út mat frá American Style, KFC, Subway, Domino's og fleiri skyndibitastöðum á árunum 2012 og 2013. 11. júní 2014 14:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Stærsti hluti ákærunnar sneri að fjársvikum en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Click here for an English version Sigurður játaði sök í átján ákæruliðum við fyrirtöku málsins á dögunum en undirliðir í ákærunum skipta tugum. Hann hafði áður neitað sök við þingfestingu málsins en skipti svo um skoðun. Brot Sigurðar voru talin nema rúmlega 30 milljónum króna en ákæran sneri að fjársvium, fjárdrætti og þjófnaði. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í morgun en lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að umbjóðandi hans uni dómnum. Það sé sömuleiðis hans skilningur að ríkissaksóknari uni dómnum. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ríkissaksóknari rannsakar kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn gegn ellefu brotaþolum þar sem Sigurður hefur stöðu sakbornings. Ætluð brot voru framin á árunum 2010 til loka árs 2013. Var Sigurður úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknarinnar. Sigurður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í febrúar síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Tældi Sigurður drenginn til kynferðismaka. Afplánun Sigurðar lauk þann 2. nóvember og síðan hefur Sigurður setið í gæsluvarðhaldi. Nú hefur hann hins vegar afplánun í kjölfar dómsins sem féll í dag. Sakhæfur en siðblindur Í greinagerðinni sem fylgdi gæsluvarðhaldsbeiðninni kom fram að nokkur hinna ætluðu kynferðisbrota sem ríkissaksóknari hafi til rannsóknar hafi verið framin eftir að Sigurður var ákærður fyrir kynferðisbrot, þ.e. þann dóm sem hann nýlega afplánaði. Það bendi til einbeitts brotavilja að mati lögreglu. Það var mat geðlæknis að Sigurður væri sakhæfur en siðblindur. Hann uppfylli örugglega skilmerki fyrir persónuleikaröskun af andfélagslegri gerð. Hann þekki mun á réttu og röngu en missi sig verði hann fyrir vonbrigðum. Vandi hans felist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu þarfa. Þá iðrist hann ekki gerða sinna og geti ekki sýnt merki djúprar sektarkenndar. Kærði sé með persónuleikaveilu. Aðstoðaði Assange Sigurður byrjaði að hakka tölvur í kringum tólf ára aldur og starfaði síðar með Julian Assange og félögum í Wikileaks. Samvinna þeirra Assange lauk þó ekki á góðu nótunum þar sem Assange sakaði hann um að hafa dregið að sér styrktarfé, á sjöundu milljón króna, sem átti að renna til samtakanna. Var hann meðal annars dæmdur á þeim grundvelli í morgun.
Mál Sigga hakkara Dómsmál Tengdar fréttir Siggi hakkari í gæsluvarðhald: Grunaður um ellefu kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Hann er grunaður um ellefu kynferðisbrot og stórfelld auðgunarbrot. 5. nóvember 2014 16:47 Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Siggi hakkari játar brot sín Brot Sigurðar Inga Þórðarsonar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað. 26. nóvember 2014 20:45 Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í ítarlegu viðtali sem birtist í danska miðlinum Politiken. 16. júlí 2014 17:01 Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. 11. júní 2014 12:10 Sakaður um að hafa svikið út skyndibita fyrir 350 þúsund Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari er sakaður um að hafa svikið út mat frá American Style, KFC, Subway, Domino's og fleiri skyndibitastöðum á árunum 2012 og 2013. 11. júní 2014 14:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Siggi hakkari í gæsluvarðhald: Grunaður um ellefu kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Hann er grunaður um ellefu kynferðisbrot og stórfelld auðgunarbrot. 5. nóvember 2014 16:47
Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18
Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16
Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07
Siggi hakkari játar brot sín Brot Sigurðar Inga Þórðarsonar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað. 26. nóvember 2014 20:45
Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í ítarlegu viðtali sem birtist í danska miðlinum Politiken. 16. júlí 2014 17:01
Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. 11. júní 2014 12:10
Sakaður um að hafa svikið út skyndibita fyrir 350 þúsund Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari er sakaður um að hafa svikið út mat frá American Style, KFC, Subway, Domino's og fleiri skyndibitastöðum á árunum 2012 og 2013. 11. júní 2014 14:38