Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2014 11:52 „Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45
Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53
„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04