Helgarmaturinn - Kínóa með steiktum sveppum og grænmeti Marín Manda skrifar 3. janúar 2014 13:15 Auður Eva Auðunsdóttir Auður Eva Auðunsdóttir snyrtifræðingur og jógakennaranemi ætlar að vera duglegri í hollu og góðu mataræði á nýju ári. Hún segir móður sína hafa bent henni á áhugaverða síðu Margrétar Leifsdóttur heilsumarkþjálfa en þar sé að finna spennandi uppskriftir að ýmsum réttum en þessi uppskrift er einmitt frá henni. Kínóarétturinn er bragðgóður og stútfullur af næringarefnum sem við þörfnumst og ekki skemmir fyrir hve mettandi hann er. Uppskrift 1 bolli kínóa (þess má geta að kínóa er mjög góður próteingjafi) 1 lífrænn grænmetisteningur 1 laukur 2 handfyllir niðurskornir sveppir 1 brokkólíhaus ½ poki gulrætur ½ hvítkálshaus olía til steikingar Aðferð Laukur skorinn smátt og steiktur úr góðri olíu í potti. Þegar hann er orðinn glær er kínóa, vatni og grænmetiskrafti bætt út í pottinn. Tekið af hellunni þegar kínóa er soðið og látið bíða. Sveppir Sveppir (helst íslenskir) sneiddir í þunnar sneiðar og snöggsteiktir. Kryddað með miklum pipar og smá maldonsalti. Hvítkálsgrænmeti Brokkólí og gulrætur steikt í nokkrar mínútur, síðan er niðursneiddu hvítkáli bætt í. Látið malla þar til hvítkálið er orðið mjúkt. Kryddað með óskakryddunum. Öllu blandað saman í eina skál og ristuðum furuhnetum stráð yfir. Það er mjög gott að krydda réttinn með smávegis af tamari-sósu. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Vance á von á barni Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið
Auður Eva Auðunsdóttir snyrtifræðingur og jógakennaranemi ætlar að vera duglegri í hollu og góðu mataræði á nýju ári. Hún segir móður sína hafa bent henni á áhugaverða síðu Margrétar Leifsdóttur heilsumarkþjálfa en þar sé að finna spennandi uppskriftir að ýmsum réttum en þessi uppskrift er einmitt frá henni. Kínóarétturinn er bragðgóður og stútfullur af næringarefnum sem við þörfnumst og ekki skemmir fyrir hve mettandi hann er. Uppskrift 1 bolli kínóa (þess má geta að kínóa er mjög góður próteingjafi) 1 lífrænn grænmetisteningur 1 laukur 2 handfyllir niðurskornir sveppir 1 brokkólíhaus ½ poki gulrætur ½ hvítkálshaus olía til steikingar Aðferð Laukur skorinn smátt og steiktur úr góðri olíu í potti. Þegar hann er orðinn glær er kínóa, vatni og grænmetiskrafti bætt út í pottinn. Tekið af hellunni þegar kínóa er soðið og látið bíða. Sveppir Sveppir (helst íslenskir) sneiddir í þunnar sneiðar og snöggsteiktir. Kryddað með miklum pipar og smá maldonsalti. Hvítkálsgrænmeti Brokkólí og gulrætur steikt í nokkrar mínútur, síðan er niðursneiddu hvítkáli bætt í. Látið malla þar til hvítkálið er orðið mjúkt. Kryddað með óskakryddunum. Öllu blandað saman í eina skál og ristuðum furuhnetum stráð yfir. Það er mjög gott að krydda réttinn með smávegis af tamari-sósu.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Vance á von á barni Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið