Evrópskt efnahagssvæði í 20 ár Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2014 07:00 Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun