Ylja gerir það gott úti Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. janúar 2014 08:00 Ung börn giftast í myndbandinu. mynd/einkasafn „Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta,“ segir Erlendur Sveinsson en hann leikstýrði myndbandi við lag hljómsveitarinnar Ylju sem ber titilinn Út. Myndbandið hlaut á dögunum þann heiður að vera valið í lokaúrtak Silversound-hátíðarinnar sem fór fram í Brooklyn Bowl í New York síðdegis í gær. „Ég var því miður ekki viðstaddur keppnina. Í dag er ekkert rosalega mikill markaður fyrir tónlistarmyndbönd sem slík en það er gaman að svona keppni sem ýtir undir metnaðarfull myndbönd,“ útskýrir Erlendur.Erlendur Sveinsson leikstjóri myndbandsins er stoltur og ánægður með gang mála.mynd/einkasafnTónlistarmyndbandahátíðin er haldin samhliða Battle of the Bands sem er hljómsveitakeppni í Bandaríkjunum. Leikstjóri sigurmyndbandsins hlýtur tíu þúsund Bandaríkjadali, rúma milljón króna, til að leikstýra og framleiða myndband fyrir sigurhljómsveitina í hljómsveitakeppninni. Myndbandið fjallar um krakka sem fara út um miðja nótt og gifta sig. „Hugmyndin er sprottin upp úr því að krakkar voru gjarnan að gifta sig á leikskólanum, fallegt að ganga í það heilaga svona snemma. Tilhugsunin falleg.“ Krakkarnir fara inn í skóg sem er aðeins út úr borginni og byggja þar litla kirkju og gifta sig þar. Það var tekið upp síðastliðið sumar og sjá börn úr leiklistarhópnum Sönglist um öll hlutverk. Ragnheiður Erlingsdóttir sá um framleiðslu, Anton Smári Gunnarsson sá um kvikmyndatöku og Helga Jóakimsdóttir sá um listræna stjórnun. „Mér finnst myndbandið æðislegt, við vissum ekki við hverju mátti búast þegar frumsýningin var. Þetta var alveg í þeirra höndum og við felldum alveg nokkur tár þegar við sáum það fyrst,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni.Hljómsveitin Ylja var mjög ánægð með myndbandið.mynd/einkasafn„Þessi keppni opnar að sjálfsögðu marga glugga fyrir mig og hef ég fengið mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið ákveðið samstarf á milli Ylju og Erlends að svo stöddu. Hljómsveitina Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slide-gítar, Valgarð Hrafnsson á bassa og Maggi Magg á trommur og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. „Allir sem komu að gerð myndbandsins gáfu vinnu sína. Hljómsveitin er afar þakklát fyrir stuðninginn og óskar Erlendi og þeim öllum til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Ylju. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta,“ segir Erlendur Sveinsson en hann leikstýrði myndbandi við lag hljómsveitarinnar Ylju sem ber titilinn Út. Myndbandið hlaut á dögunum þann heiður að vera valið í lokaúrtak Silversound-hátíðarinnar sem fór fram í Brooklyn Bowl í New York síðdegis í gær. „Ég var því miður ekki viðstaddur keppnina. Í dag er ekkert rosalega mikill markaður fyrir tónlistarmyndbönd sem slík en það er gaman að svona keppni sem ýtir undir metnaðarfull myndbönd,“ útskýrir Erlendur.Erlendur Sveinsson leikstjóri myndbandsins er stoltur og ánægður með gang mála.mynd/einkasafnTónlistarmyndbandahátíðin er haldin samhliða Battle of the Bands sem er hljómsveitakeppni í Bandaríkjunum. Leikstjóri sigurmyndbandsins hlýtur tíu þúsund Bandaríkjadali, rúma milljón króna, til að leikstýra og framleiða myndband fyrir sigurhljómsveitina í hljómsveitakeppninni. Myndbandið fjallar um krakka sem fara út um miðja nótt og gifta sig. „Hugmyndin er sprottin upp úr því að krakkar voru gjarnan að gifta sig á leikskólanum, fallegt að ganga í það heilaga svona snemma. Tilhugsunin falleg.“ Krakkarnir fara inn í skóg sem er aðeins út úr borginni og byggja þar litla kirkju og gifta sig þar. Það var tekið upp síðastliðið sumar og sjá börn úr leiklistarhópnum Sönglist um öll hlutverk. Ragnheiður Erlingsdóttir sá um framleiðslu, Anton Smári Gunnarsson sá um kvikmyndatöku og Helga Jóakimsdóttir sá um listræna stjórnun. „Mér finnst myndbandið æðislegt, við vissum ekki við hverju mátti búast þegar frumsýningin var. Þetta var alveg í þeirra höndum og við felldum alveg nokkur tár þegar við sáum það fyrst,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni.Hljómsveitin Ylja var mjög ánægð með myndbandið.mynd/einkasafn„Þessi keppni opnar að sjálfsögðu marga glugga fyrir mig og hef ég fengið mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið ákveðið samstarf á milli Ylju og Erlends að svo stöddu. Hljómsveitina Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja, Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slide-gítar, Valgarð Hrafnsson á bassa og Maggi Magg á trommur og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. „Allir sem komu að gerð myndbandsins gáfu vinnu sína. Hljómsveitin er afar þakklát fyrir stuðninginn og óskar Erlendi og þeim öllum til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Ylju.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira