Landsliðið leikur Led Zeppelin Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. janúar 2014 11:00 Eiki Hauks syngur á tónleikunum. fréttablaðið/stefán „Þessi tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held það sé ansi erfitt að finna manneskju sem fílar ekki Led Zeppelin,“ segir Smári Hrólfsson einn eigenda viðburðafyrirtækisins Dægurflugunnar, sem skipuleggur tónleika til heiðurs Led Zeppelin í Eldborgarsal Hörpu 21. mars. Hljómsveitin sem ætlar að setja sig í spor Zeppelin er sett saman af Þóri Úlfarssyni tónlistarstjóra og er valinn maður hverju rúmi. „Við ákváðum að halda þessa tónleika eftir velgengni ELO heiðurstónleikanna sem voru á síðasta ári.“ Dægurflugan leggur fimm hundruð krónur af hverjum miða til Mottumars. „Við viljum bara styrkja gott málefni.“ „Allir sem koma að þessu hafa brennandi áhuga á tónlist Zeppelin þannig að allir leggja sig sérstaklega mikið fram,“ bætir Smári við.Led Zeppelin ein áhrifamesta hljómsveit tónlistarsögunnar.nordicphotos/gettyLed Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin er meðal vinsælustu listamanna heims og hafa selst um þrjú hundruð milljón plötur á heimsvísu. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Um sönginn sjá rokkararnir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefán Jakobsson. Tónlistarstjóri-Þórir Úlfarsson Söngur-Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson Sérstakir gestir- Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari úr Gildrunni. Hljómsveit:Þórir Úlfarsson, hljómborð og raddirGulli Briem, trommurKristján Grétarsson, gítarEyþór Úlfar Þórisson, gítarIngi Björn Ingason, bassiásamt strengjasveit Miðasala hefst í dag klukkan 12.00 á hádegi í dag á midi.is. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þessi tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held það sé ansi erfitt að finna manneskju sem fílar ekki Led Zeppelin,“ segir Smári Hrólfsson einn eigenda viðburðafyrirtækisins Dægurflugunnar, sem skipuleggur tónleika til heiðurs Led Zeppelin í Eldborgarsal Hörpu 21. mars. Hljómsveitin sem ætlar að setja sig í spor Zeppelin er sett saman af Þóri Úlfarssyni tónlistarstjóra og er valinn maður hverju rúmi. „Við ákváðum að halda þessa tónleika eftir velgengni ELO heiðurstónleikanna sem voru á síðasta ári.“ Dægurflugan leggur fimm hundruð krónur af hverjum miða til Mottumars. „Við viljum bara styrkja gott málefni.“ „Allir sem koma að þessu hafa brennandi áhuga á tónlist Zeppelin þannig að allir leggja sig sérstaklega mikið fram,“ bætir Smári við.Led Zeppelin ein áhrifamesta hljómsveit tónlistarsögunnar.nordicphotos/gettyLed Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin er meðal vinsælustu listamanna heims og hafa selst um þrjú hundruð milljón plötur á heimsvísu. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Um sönginn sjá rokkararnir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefán Jakobsson. Tónlistarstjóri-Þórir Úlfarsson Söngur-Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson Sérstakir gestir- Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari úr Gildrunni. Hljómsveit:Þórir Úlfarsson, hljómborð og raddirGulli Briem, trommurKristján Grétarsson, gítarEyþór Úlfar Þórisson, gítarIngi Björn Ingason, bassiásamt strengjasveit Miðasala hefst í dag klukkan 12.00 á hádegi í dag á midi.is.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira