Haförninn friðaður í 100 ár á Íslandi Brjánn Jónasson skrifar 30. janúar 2014 10:00 Hafernir á Íslandi hafa verið í nokkurs konar gjörgæslu. Umferð við arnarhreiður hefur til að mynda verið bönnuð til að styggja ekki fuglinn. Mynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira