Ást á tímum snjallsíma 1. febrúar 2014 11:00 Verður ástfanginn af stýrikerfi Joaquin Phoenix í hlutverki sínu í Her. Her Leikstjóri og Handrit: Spike Jonze Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson og Amy Adams. Er hægt að verða ástfanginn af stýrikerfi? Kvikmyndin Her eftir Spike Jonze svarar þeirri spurningu í einni frumlegustu mynd ársins. Myndin fjallar um Theodore (Joaquin Phoenix) sem fellur kylliflatur fyrir nýja stýrikerfinu sínu sem heitir Samantha (rödd Scarlett Johansson). Leikstjórinn Spike Jonze hefur leikstýrt frábærum myndum á borð við Being John Malkovich og Adaptation sem báðar voru gerðar eftir handriti Charlie Kaufman auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum myndböndum BjarkarGuðmundsdóttur. Her er fyrsta myndin sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur. Myndin gerist á óræðum tíma þar sem allt er örlítið á skjön við raunveruleika okkar í dag. Einstaklingurinn er orðinn eyland, fólk lifir gegnum tölvur og síma. Aðalpersónan Theodore vinnur við að skrifa ástarbréf fyrir ókunnugt fólk en er á sama tíma ófær um að tjá tilfinningar sínar. Samantha er því hinn fullkomni félagi, lífsförunautur sem hann getur kveikt og slökkt á að vild. Stýrikerfið verður smátt og smátt meðvitað um eigið hlutskipti; um eigin takmarkanir og möguleika. Og að lokum þarf Theodore að horfast í augu við sjálfan sig og brjótast út úr þeim gerviheimi sem hann hefur sjálfur skapað sér. Her er þess fullkomlega verðug að hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún er kærkomin hvíld frá tæknibrelluófreskjum Hollywood þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé einmitt tæknin og áhrif hennar á okkar daglega líf. Þeir sem sjá Her eiga líklega eftir að horfa á snjallsíma sinn öðrum augum næstu daga á eftir.Símon BirgissonNiðurstaða: Ein besta mynd ársins. Frumleg og einlæg ástarsaga. Vel leikin og frábært handrit. Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Her Leikstjóri og Handrit: Spike Jonze Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson og Amy Adams. Er hægt að verða ástfanginn af stýrikerfi? Kvikmyndin Her eftir Spike Jonze svarar þeirri spurningu í einni frumlegustu mynd ársins. Myndin fjallar um Theodore (Joaquin Phoenix) sem fellur kylliflatur fyrir nýja stýrikerfinu sínu sem heitir Samantha (rödd Scarlett Johansson). Leikstjórinn Spike Jonze hefur leikstýrt frábærum myndum á borð við Being John Malkovich og Adaptation sem báðar voru gerðar eftir handriti Charlie Kaufman auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum myndböndum BjarkarGuðmundsdóttur. Her er fyrsta myndin sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur. Myndin gerist á óræðum tíma þar sem allt er örlítið á skjön við raunveruleika okkar í dag. Einstaklingurinn er orðinn eyland, fólk lifir gegnum tölvur og síma. Aðalpersónan Theodore vinnur við að skrifa ástarbréf fyrir ókunnugt fólk en er á sama tíma ófær um að tjá tilfinningar sínar. Samantha er því hinn fullkomni félagi, lífsförunautur sem hann getur kveikt og slökkt á að vild. Stýrikerfið verður smátt og smátt meðvitað um eigið hlutskipti; um eigin takmarkanir og möguleika. Og að lokum þarf Theodore að horfast í augu við sjálfan sig og brjótast út úr þeim gerviheimi sem hann hefur sjálfur skapað sér. Her er þess fullkomlega verðug að hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún er kærkomin hvíld frá tæknibrelluófreskjum Hollywood þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé einmitt tæknin og áhrif hennar á okkar daglega líf. Þeir sem sjá Her eiga líklega eftir að horfa á snjallsíma sinn öðrum augum næstu daga á eftir.Símon BirgissonNiðurstaða: Ein besta mynd ársins. Frumleg og einlæg ástarsaga. Vel leikin og frábært handrit.
Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið