Beint lýðræði í litlu málunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Þegar rætt er um beint lýðræði er oft einblínt á það sem aðferð til að leysa úr stórum ágreiningsmálum, jafnvel málum sem eru svo mikil ágreiningsmál að þau kljúfa flesta flokka og eina leiðin til að höggva á hnútinn er að almenningur kjósi. Þjóðaratkvæðagreiðslur, sem við höfum skyndilega öðlazt nokkra reynslu af, útheimta mikla skipulagningu og umstang og eru dýrar í framkvæmd. Beint lýðræði getur hins vegar nýtzt vel á miklu smærri skala og með miklu minni tilkostnaði. Gott dæmi um það eru íbúakosningar í hverfum Reykjavíkurborgar, sem haldnar hafa verið undanfarin ár, nú síðast undir merkjum Betri Reykjavíkur. Þessar íbúakosningar hófust árið 2009, í tíð þáverandi borgarstjórnarmeirihluta, og felast í því að íbúar borgarhverfanna geta kosið um það hvernig eigi að forgangsraða þeim fjármunum sem hafa verið settir til hliðar í viðhaldsverkefni og smærri nýframkvæmdir í hverfunum. Síðustu tvö árin hafa íbúarnir sjálfir sent inn hugmyndir að verkefnum, sem síðan hefur verið hægt að kjósa um á vefnum Betri Reykjavík. Árið 2012 voru sendar inn 354 hugmyndir og 124 komu til framkvæmda. Í fyrra sendu íbúarnir inn 600 hugmyndir og 111 þeirra voru kosnar í framkvæmd í rafrænni hverfiskosningu. Nýlega var birt skýrsla um öll verkefnin sem hafa verið unnin á árunum 2010 til 2013 og athygli vekur hvað þau eru fjölbreytileg; lagfæring á göngustígum hér, tröppur til að laga aðgengi að fjörunni þar, æfingatæki fyrir hlaupara á einum stað og leiktæki fyrir börn annars staðar, útigrill, bekkir, sparkvellir, nestisaðstaða og þannig mætti áfram telja. Undanfarin tvö ár hafa talsvert meiri peningar verið settir í þessi verkefni, um 300 milljónir hvort ár. Það er bara lítið brot af fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en með þessari aðferð geta íbúar þó haft talsverð áhrif á nærumhverfi sitt. Að sjálfsögðu eru það íbúarnir sjálfir sem vita bezt í hvernig og hvaða verkefni á að ráðast, fremur en embættismenn eða borgarfulltrúar. Með þessu móti fæst líka lýðræðislegri niðurstaða en ef það eru bara þeir háværustu eða þeir sem hafa beztan aðgang að borgarkerfinu sem hafa sitt fram. Auðvitað er hægt að segja sem svo að fylgismenn tiltekinna verkefna geti „smalað“ og hvatt fólk til að kjósa með „sínu“ verkefni, en leikreglurnar eru þá alltént sanngjarnar og gegnsæjar. Þetta er líka ágæt aðferð til að velja úr endalausum frábærum hugmyndum, sem flestar eiga skilið að komast í framkvæmd en geta það aldrei allar af því að peningarnir eru takmarkaðir. Þegar íbúakosningar af þessu tagi hófust 2009 sagði Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor að þetta væri einstök tilraun í beinu lýðræði; hann þekkti þess ekki önnur dæmi að þannig væri kosið „um raunverulega peninga“. Líklega er það enn svo að Reykjavíkurborg er í fararbroddi á þessu sviði. Tilraunin hefur gengið ágætlega og sýnir að það er hægt að færa valdið til fólksins með ýmsum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Þegar rætt er um beint lýðræði er oft einblínt á það sem aðferð til að leysa úr stórum ágreiningsmálum, jafnvel málum sem eru svo mikil ágreiningsmál að þau kljúfa flesta flokka og eina leiðin til að höggva á hnútinn er að almenningur kjósi. Þjóðaratkvæðagreiðslur, sem við höfum skyndilega öðlazt nokkra reynslu af, útheimta mikla skipulagningu og umstang og eru dýrar í framkvæmd. Beint lýðræði getur hins vegar nýtzt vel á miklu smærri skala og með miklu minni tilkostnaði. Gott dæmi um það eru íbúakosningar í hverfum Reykjavíkurborgar, sem haldnar hafa verið undanfarin ár, nú síðast undir merkjum Betri Reykjavíkur. Þessar íbúakosningar hófust árið 2009, í tíð þáverandi borgarstjórnarmeirihluta, og felast í því að íbúar borgarhverfanna geta kosið um það hvernig eigi að forgangsraða þeim fjármunum sem hafa verið settir til hliðar í viðhaldsverkefni og smærri nýframkvæmdir í hverfunum. Síðustu tvö árin hafa íbúarnir sjálfir sent inn hugmyndir að verkefnum, sem síðan hefur verið hægt að kjósa um á vefnum Betri Reykjavík. Árið 2012 voru sendar inn 354 hugmyndir og 124 komu til framkvæmda. Í fyrra sendu íbúarnir inn 600 hugmyndir og 111 þeirra voru kosnar í framkvæmd í rafrænni hverfiskosningu. Nýlega var birt skýrsla um öll verkefnin sem hafa verið unnin á árunum 2010 til 2013 og athygli vekur hvað þau eru fjölbreytileg; lagfæring á göngustígum hér, tröppur til að laga aðgengi að fjörunni þar, æfingatæki fyrir hlaupara á einum stað og leiktæki fyrir börn annars staðar, útigrill, bekkir, sparkvellir, nestisaðstaða og þannig mætti áfram telja. Undanfarin tvö ár hafa talsvert meiri peningar verið settir í þessi verkefni, um 300 milljónir hvort ár. Það er bara lítið brot af fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en með þessari aðferð geta íbúar þó haft talsverð áhrif á nærumhverfi sitt. Að sjálfsögðu eru það íbúarnir sjálfir sem vita bezt í hvernig og hvaða verkefni á að ráðast, fremur en embættismenn eða borgarfulltrúar. Með þessu móti fæst líka lýðræðislegri niðurstaða en ef það eru bara þeir háværustu eða þeir sem hafa beztan aðgang að borgarkerfinu sem hafa sitt fram. Auðvitað er hægt að segja sem svo að fylgismenn tiltekinna verkefna geti „smalað“ og hvatt fólk til að kjósa með „sínu“ verkefni, en leikreglurnar eru þá alltént sanngjarnar og gegnsæjar. Þetta er líka ágæt aðferð til að velja úr endalausum frábærum hugmyndum, sem flestar eiga skilið að komast í framkvæmd en geta það aldrei allar af því að peningarnir eru takmarkaðir. Þegar íbúakosningar af þessu tagi hófust 2009 sagði Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor að þetta væri einstök tilraun í beinu lýðræði; hann þekkti þess ekki önnur dæmi að þannig væri kosið „um raunverulega peninga“. Líklega er það enn svo að Reykjavíkurborg er í fararbroddi á þessu sviði. Tilraunin hefur gengið ágætlega og sýnir að það er hægt að færa valdið til fólksins með ýmsum hætti.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun