Valdimar fer í sína fyrstu Evrópuferð Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Hljómsveitin Valdimar er hér í Stuttgart, ásamt Reini (þriðji f.h.), sem er eigandi tónleikastaðarins og jafnframt eigandi speglanna sem brotnuðu. mynd/einkasafn „Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“